Kynning á vegi og háspennulínu yfir Sprengisand

Nú er unnið að undirbúningi á mati á umhverfisáhrifum vegna vegar og háspennulínu yfir Sprengisand. Fyrirhugaðar framkvæmdir eru nú þegar í aðalskipulagi þeirra sveitafélaga sem um ræðir, en þau eru; Þingeyjasveit, Ásahreppur og Rangárþing ytra. Af hálfu sveitarstjórna og framkvæmdaaðila liggur fyrir vilji til að breyta legu vegar og línu m.v. það sem er á gildandi […]

Share Button

Forval vegna skipulags og umhverfishönnunar við Landmannalaugar

Steinsholt sf hefur undanfarna mánuði unnið að undirbúningi hugmyndasamkeppni vegna deiliskipulags fyrir Landmannalaugasvæðið. Verkefnið er unnið fyrir Rangárþing ytra og í samstarfi við Umhverfisstofnun. Svæðið sem hugmyndasamkeppnin nær yfir tekur yfir núverandi þjónustusvæði í Landmannalaugum og næsta nágrenni, allt frá Grænagili norður að Norðurnámshrauni. Skipulag og umhverfishönnun við Landmannalaugar

Share Button

Forathugun fyrir háspennulínu, veg og virkjanir á Sprengisandi

Við endurskoðun á aðalskipulagi, Ásahrepps  fyrir Holtamannaafrétt og Þingeyjarsveitar fyrir Bárðdælaafrétt, komu fram nýjar forsendur sem m.a. tengjast Sprengisandslínu, Sprengisandsvegi og hugsanlegum virkjunum á svæðinu. Í kjölfarið var ákveðið að ráðast í n.k. forathugun og skoða á faglegan hátt mögulega kosti  fyrir staðsetningu háspennulínu og vegar yfir Sprengisand. Forathugunin var unnin fyrir Landsnet, Landsvirkjun og […]

Share Button

Vörður á Holtamannaafrétti

Í greinargerðinni hér að neðan er stutt samantekt um vörður og varðaðar leiðir á Holtamannaafrétti og Sprengisandi, ásamt uppdráttum og ljósmyndum. Haustið 2009 var Steinsholti sf falið að skoða útivistarmöguleika á Holtamannaafrétti. Við upphaf þeirrar vinnu var farið í vettvangsferð til að reyna að finna vörðuðu leiðina yfir Sprengisand, sem hlaðin var á árunum 1904-06. […]

Share Button

Hugmyndasamkeppni um Geysissvæðið

Steinsholt sf í samstarfi við Forma, tók þátt í hugmyndasamkeppni um skipulag og uppbyggingu Geysissvæðisins. Verkefnið náði til hönnunar á heildarskipulagi á hverasvæðinu, hugmynda að tengslum við nánasta umhverfi þess og hönnun á nauðsynlegum mannvirkjum eins og stígum, útsýnispöllum, bekkjum, skiltum o.fl. Leitast var við að opna aðgang að sem flestum hverum, minjum og öðru […]

Share Button

Virkjanir á veituleið Blönduvirkjunar

Unnið er að stækkun Blönduvirkjunar með því að nýta fall frá Blöndulóni að inntakslóni núverandi virkjunar. Í þessu skini er gert ráð fyrir byggingu þriggja minni virkjana. Hlutverk Steinsholts sf var að setja fram tillögu að staðsetningu efnislosunarsvæða og frágangi raskaðra svæða, s.s. nærsvæða skurða, vegfláa og yfirborðs efnislosunarsvæða. Haft var að markmiði að ganga […]

Share Button