Aðalskipulag Flóahrepps 2015-2028

Unnið er að endurskoðun aðalskipulags fyrir Flóahrepp.  Í aðalskipulaginu verður mörkuð stefna sveitarstjórnar um landnotkun í sveitarfélaginu til framtíðar. Byggir hún á þeirri stefnu sem er í gildandi skipulögum. Í aðalskipulaginu eru tekin frá svæði fyrir samgöngur og þjónustusvæði, atvinnusvæði, íbúðarbyggð, sumarhúsabyggð, verndarsvæði o.fl. Gert
er ráð fyrir að aðalskipulagið verði staðfest vorið 2017.

Íbúar og hagsmunaaðilar eru hvattir til að senda inn ábendingar, hugmyndir og athugasemdir til skipulagsráðgjafa gisli@steinsholtsf.is eða til sveitarstjórnar Flóahrepps.

Flói kynning á aðalskipulagi

Kynnt hefur verið lýsing skipulagsverkefnisins þar sem gerð er grein fyrir helstu viðfangsefnum aðalskipulagsins, áherslum sveitarstjórnar og upplýsingar um fyrirhugað skipulagsferli.

Flóahreppur skipulagslýsing

Share Button