Önnur skipulagsverkefni

Sprengisandslína – mat á umhverfisáhrifum

Tillaga að matsáætlun. Landsnet undirbýr lagningu 220 kV háspennulínu á milli Suður- og Norðurlands um Sprengisand. Framkvæmdin er matsskyld samkvæmt 22. tl. í 1. viðauka laga nr. 106/2000 m.s.br. um mat á umhverfisáhrifum og er vinna við mat á umhverfisáhrifum hafin. Tillaga að matsáætlun Sprengisandslínu, sem unnin er fyrir Landsnet af Steinsholti sf. og Verkfræðistofunni EFLU, […]

Share Button

Sprengisandslína og Sprengisandsleið

Í byrjun nóvember var opið hús í stjórnsýsluhúsinu á Hellu þar sem fulltrúar Landsnets og Vegagerðarinnar kynntu drög að tillögu að matsáætlunum vegna fyrirhugaðrar Sprengisandslínu annars vegar og nýrrar Sprengisandsleiðar hins vegar. Daginn áður var haldinn sambærileg kynning í Ljósvetningabúð í Þingeyjarsýslu. Það var ágæt mæting á báða fundina, á bilinu 70 til 80 manns mættu á Hellu til að kynna […]

Share Button

Forathugun fyrir háspennulínu, veg og virkjanir á Sprengisandi

Við endurskoðun á aðalskipulagi, Ásahrepps  fyrir Holtamannaafrétt og Þingeyjarsveitar fyrir Bárðdælaafrétt, komu fram nýjar forsendur sem m.a. tengjast Sprengisandslínu, Sprengisandsvegi og hugsanlegum virkjunum á svæðinu. Í kjölfarið var ákveðið að ráðast í n.k. forathugun og skoða á faglegan hátt mögulega kosti  fyrir staðsetningu háspennulínu og vegar yfir Sprengisand. Forathugunin var unnin fyrir Landsnet, Landsvirkjun og […]

Share Button

Hugmyndasamkeppni um Geysissvæðið

Steinsholt sf í samstarfi við Forma, tók þátt í hugmyndasamkeppni um skipulag og uppbyggingu Geysissvæðisins. Verkefnið náði til hönnunar á heildarskipulagi á hverasvæðinu, hugmynda að tengslum við nánasta umhverfi þess og hönnun á nauðsynlegum mannvirkjum eins og stígum, útsýnispöllum, bekkjum, skiltum o.fl. Leitast var við að opna aðgang að sem flestum hverum, minjum og öðru […]

Share Button

Rammaskipulag Suðurhálendisins samþykkt

Rammaskipulag fyrir Suðurhálendið er samræmd stefnumörkun í skipulags- og byggingarmálum á svæðinu, sem tekur einkum til ferðaþjónustu og samgangna. Stefnumörkunin tekur til stærsta hluta hálendissvæða Rangárþings ytra, Rangárþings eystra og Skaftárhrepps. Markmið skipulagsins er að samræma stefnu sveitarfélaganna þriggja varðandi ferðaþjónustu og samgöngur á hálendissvæðum sveitarfélaganna. Rammaskipulagið auðveldar umferð ferðamanna um svæðið, styrkir það vegna […]

Share Button

Rammaskipulag fyrir Þjórsárdal

Steinsholt sf hefur unnið rammaskipulag fyrir Þjórsárdal, fyrir Skeiða- og Gnúpverjahrepp. Rammaskipulagið er stefnumörkun sveitarstjórnar um áherslur á sviði ferðaþjónustu, útivistar og samgangna. Helstu þættir sem rammaskipulagið tekur til eru þessir • Ferðaþjónustustaðir. Skilgreint er hvar þörf sé á að byggja upp þjónustu fyrir ferðamenn, umfang og aðstaða. Unnin er forsögn eða lýsing fyrir hvern stað […]

Share Button