Aðalskipulagsverkefni

Steinsholt sf. hefur gert samning við Flóahrepp um endurskoðun aðalskipulags fyrir sveitarfélagið. Fellt verður saman í eina heild aðalskipulag gömlu sveitarfélaganna þriggja; Villingaholtshrepps, Gaulverjabæjarhrepps og Hraungerðishrepps. Steinsholt vinnur jafnframt að heildarendurskoðun aðalskipulaga fyrir tvö önnur sveitarfélög í Árnessýslu; Bláskógabyggð og Hrunamannahrepp.

Share Button

Opið hús vegna Sprengisandslínu og Sprengisandsleiðar

Vegagerðin og Landsnet hafa haft samstarf um leiðarval vegna Sprengisandsleiðar og Sprengisandslínu en mat á umhverfisáhrifum framkvæmdanna er að hefjast. Vegagerðin og Landsnet standa sameiginlega að kynningarfundum um matsáætlanir þessara verkefna. Opið hús verður: – Fimmtudaginn 13. nóvember í Rafveituheimilinu í Elliðaárdal, Reykjavík, kl.  16:00-19:00. – Þriðjudaginn 18. nóvember á Hótel Kea, Hafnarstræti 87-89, Akureyri, […]

Share Button

Sprengisandslína og Sprengisandsleið

Í byrjun nóvember var opið hús í stjórnsýsluhúsinu á Hellu þar sem fulltrúar Landsnets og Vegagerðarinnar kynntu drög að tillögu að matsáætlunum vegna fyrirhugaðrar Sprengisandslínu annars vegar og nýrrar Sprengisandsleiðar hins vegar. Daginn áður var haldinn sambærileg kynning í Ljósvetningabúð í Þingeyjarsýslu. Það var ágæt mæting á báða fundina, á bilinu 70 til 80 manns mættu á Hellu til að kynna […]

Share Button

Mat á umhverfisáhrifum Sprengisandslínu

Sprengisandslína 220 kV Háspennulína milli Suður- og Norðurlands Landsnet undirbýr lagningu háspennulínu um Sprengisand, http://www.landsnet.is. Framkvæmdin er matsskyld samkvæmt 22. tl. í 1. viðauka laga nr. 106/2000 m.s.br. um mat á umhverfisáhrifum og er vinna við mat á umhverfisáhrifum hafin. Nú eru kynnt drög að tillögu að matsáætlun fyrir umhverfismat Sprengisandslínu. Samhliða vinnur Vegagerðin að […]

Share Button

Stígakerfi við Hjálparfoss

Steinsholt sf hefur undanfarið unnið að hönnun stigakerfis við nokkra ferðamannastaði í samstarfi við Marey arkitekta. Einn þessara staða er Hjálparfoss í Þjórsárdal, en þar standa nú yfir framkvæmdir við endurbætur á stígakerfinu. http://www.skogur.is/um-skograekt-rikisins/frettir/nr/2305

Share Button

Kynning á vegi og háspennulínu yfir Sprengisand

Nú er unnið að undirbúningi á mati á umhverfisáhrifum vegna vegar og háspennulínu yfir Sprengisand. Fyrirhugaðar framkvæmdir eru nú þegar í aðalskipulagi þeirra sveitafélaga sem um ræðir, en þau eru; Þingeyjasveit, Ásahreppur og Rangárþing ytra. Af hálfu sveitarstjórna og framkvæmdaaðila liggur fyrir vilji til að breyta legu vegar og línu m.v. það sem er á gildandi […]

Share Button