Hvað er aðalskipulag

Aðalskipulag er skipulagsáætlun fyrir eitt sveitarfélag og tekur til alls lands viðkomandi sveitarfélags. Í aðalskipulagi setur sveitarstjórn fram stefnu sína um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu‐ og þjónustukerfi og umhverfismál í sveitarfélaginu til minnst tólf ára. Í aðalskipulagi er lagður grundvöllur fyrir deiliskipulagsgerð einstakra svæða í sveitarfélaginu. Við gerð aðalskipulags skal byggt á markmiðum skipulags‐ og […]

Share Button

Rammaskipulag fyrir Þjórsárdal

Steinsholt sf hefur unnið rammaskipulag fyrir Þjórsárdal, fyrir Skeiða- og Gnúpverjahrepp. Rammaskipulagið er stefnumörkun sveitarstjórnar um áherslur á sviði ferðaþjónustu, útivistar og samgangna. Helstu þættir sem rammaskipulagið tekur til eru þessir • Ferðaþjónustustaðir. Skilgreint er hvar þörf sé á að byggja upp þjónustu fyrir ferðamenn, umfang og aðstaða. Unnin er forsögn eða lýsing fyrir hvern stað […]

Share Button

Flokkun landbúnaðarlands í Rangárþingi eystra

Í Rangárþingi eystra eru stór flatlend láglendissvæði sem eru gott ræktunarland, enda er Rangárvallasýsla eitt öflugasta landbúnaðarsvæði landsins. Mikilvægt er að líta á lífrænan jarðveg og plógtækt land sem auðlind, sem ekki skal sóa í hugsunarleysi. Engin ákveðin aðferðafræði hefur verið mótuð við flokkun lands né löggjöf til að tryggja forgangsröðun landnýtingar. Markmið með þessari vinnu […]

Share Button

Gönguleiðir, reiðleiðir og veiði á Holtamannaafrétti

Haustið 2009 var hafist handa við að skipuleggja og kortleggja göngu- og reiðleiðir á Holtamannaafrétti, ásamt veiðistöðum í ám og vötnum á afréttinum og aðkomu að þeim. Verkefnið er unnið fyrir Ásahrepp og Rangárþing ytra. Hér að neðan eru bæklingar með þeim göngu- og reiðleiðum sem búið er að kortleggja. Þar er einnig bæklingur yfir […]

Share Button

Aðalskipulag Rangárþings ytra 2010-2022

Rangárþing ytra hefur undanfarið unnið að endurskoðun aðalskipulags fyrir sveitarfélagið og hefur Steinsholt sf annast skipulagsvinnuna. Í aðalskipulaginu er mörkuð stefna sveitarstjórnar um landnotkun í sveitarfélaginu til framtíðar. Tekin eru frá svæði fyrir samgöngur og þjónustusvæði, atvinnusvæði, íbúðarbyggð, sumarhúsabyggð, verndarsvæði o.fl. Skipulagstillagan var samþykkt af sveitarstjórn Rangárþings ytra þann 16. desember 2010 og umhverfisráðherra 2. […]

Share Button

Útivist á Holtamannaafrétti

Í aðalskipulagi Ásahrepps 2010-2022 er gert ráð fyrir að byggðar verði upp megin göngu- og reiðleiðir að áhugaverðum stöðum og milli áningarstaða á afréttinum. Áningarhólf fyrir hesta verði þar sem ekki er hætta á landspjöllum. Sömuleiðis er gert ráð fyrir að veiðistaðir verði merktir og gerðir aðgengilegir með því að lagfæra vegi að þeim. Haustið 2009 […]

Share Button